Lög Alanó klúbbsins

1.gr.


Félagið heitir Alanó klúbburinn, líknarfélag.

 

2. gr.


Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

 

3. gr.


Tilgangur félagsins er að efla 12 spora starf í landinu.

 

4. gr.


Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að reka félagsmiðstöð þar sem 12 spora félög geta leigt aðstöðu fyrir fundi sína og aðra 12 spora starfsemi. Alanó heldur utan um rekstur húsnæðisins og vefsíðu félagsins.

 

5. gr.

Stjórn félagsins ákveður árgjald félagsins og innheimtu. Félagið er opið öllu áhugafólki um 12 spora starf. Félagsmenn teljast þeir sem standa skil á félagsgjöldum og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins

 

6.gr.


Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum. Stjórnarmenn skulu kostnir til þriggja ára í senn. Eigi skal kostið um fleiri en þrjá í stjórn, nema þörf krefji. Einnig er heimilt að kjósa allt að 5 varamenn til eins árs í senn á aðalfundi félagsins.

Ef stjórnarmeðlimur hverfur frá störfum á kjörtímabilinu tekur fyrsti varamaður sæti í stjórn í hans stað.

Stjórn er heimilt að skipa nýjan varamann milli aðalfunda ef varamaður tekur sæti í stjórn eða hættir á kjörtímabilinu.

 

7. gr.

Stjórnin kýs sér sjálf formann, gjaldkera, ritara og skiptir með sér verkum að öðru leyti.  Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með takmörkunum sem samþykktir þessar setja. Hún tekur ákvarðanir um starfsemi félagsins og er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum félagsins. 

Stjórnarfundi skal boða með tryggum hætti með 7 daga fyrirvara. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef minnst 3 stjórnarmenn sækja fund. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Ef atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns.

 

8. gr.

Firmaritun félagsins er í höndum: stjórnarformanns og gjaldkera.

Daglega umsjón félagsins annast starfsmenn ásamt gjaldkera.

 

9. gr.


Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi ef búið er að greiða árgjald félagsins. Aðalfundur félagsins skal haldinn í aprílmánuði ár hvert. Stjórn boðar til aðalfundar með auglýsingum innanhúss og eða á alano.is, með þriggja vikna fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar:

  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar félagsins
  • Umræður um skýrslu og reikninga
  • Kjör í laus störf stjórnar
  • Önnur mál

 

10. gr.

Félagið er fjármagnað með árgjaldi frá félagsmönnum, leigutekjum 12 spora deilda í húsnæði félagsins sem og styrkjum frá fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum.

 

11. gr.


Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í viðhald á húsnæði, uppbyggingu og kynningu á starfemi félagsins.

 

12. gr.


Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi félagsins. Tillögum til breytinga skal skila 7 dögum fyrir aðalfund til stjórnar og skal stjórn í fundarboði geta þess ef breytingartillaga á samþykktum þessum hefur komið fram. Nái breytingartillaga samþykki 2/3 fundarmanna telst hún samþykkt.  Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta (tveir/þriðju). Eignir þess skulu renna til félaga/samtaka er starfa í svipuðum tilgangi skv. ákvörðun aðalfundar.

 

13.gr.


Stjórn félagsins ræður starfsmann og samþykkir starfsáætlun. Starfsmaður ásamt gjaldkera ráða aðra starfsmenn.

 

14. gr.


Dagleg fjársýsla er í höndum gjaldkera félagsins en öll stærri fjárútlát skulu lögð fyrir stjórn til samþykktar.

Gjaldkeri félagsins sér til þess að allt sé rétt fært og bókað.

 

Lög þessi voru samþykkt 28.sept 2016