Gerast félagi

Ert þú félagi í Alanó klúbbnum?

Alanó klúbburinn var stofnaður 12.janúar 2000 til þess að halda utan um og efla 12 spora starfsemi á Íslandi.

Alanó klúbburinn leigir út fundarsali til 12 spora deilda og eina markmið klúbbsins er að halda úti húsnæði fyrir 12 spora samtök.

Klúbburinn er rekinn með leigutekjum deilda og styrkjum frá félagsmönnum.

Allir geta gerst félagar í Alanó klúbbnum og tekið þátt í því sem þar fer fram og allir geta lagt sitt af mörkum að gera húsið okkar að betra fyrir 12 sporasamtök.

Sem félagsmaður í Alanó klúbbnum styður þú klúbbinn með frjálsu mánaðarlegu framlagi og styrkir starfsemi klúbbsins.

Upphæð sem þú vilt styrkja Alanó klúbbinn á mánuði.