Um Alanó

Alanó klúbburinn leigur út fundarsali til 12 spora samtaka og eina markmið klúbbsins er að halda úti húsnæði fyrir 12 spora samtök.

Klúbburinn er rekinn með leigutekjum deilda og styrkjum frá félagsmönnum.

Alanó er staðsett í 900 fm. húsnæði á Héðinsgötu 1-3 og þar starfar einn starfsmaður í hlutastarfi og sinnir hann öllum daglegum rekstri hússins.

Í húsinu starfa mörg 12 spora samtök og fundir í hverri viku hlaupa á nokkrum tugum.

Allir geta gerst félagar í Alanó klúbbnum og tekið þátt í því sem þar fer fram og allir geta lagt sitt af mörkum að gera húsið okkar betra fyrir 12 sporafólk.