Mynd: Alanó klúbburinn

Tilgangur félagsins er eingöngu að efla 12 spora starf í landinu

 

Húsnæði Alanó klúbbsins flutt.

Við erum flutt!

Alanó klúbburinn er fluttur í Holtagarða, Holtavegi 10, 2. hæð. 104 Reykjavík.

Verið velkomin á nýja staðinn okkar.

Upplýsingar varðandi COVID-19

Alanó húsnæðið verður áfram opið fyrir deildir ef þær vilja funda áfram í húsnæðinu. Alanó klúbburinn hvetur deildir til að sýna ábyrgð og fara að tilmælum stjórnvalda.

Ef ekki er farið eftir þessum fyrirmælum stjórnvalda neyðist Alanó klúbburinn að loka húsnæðinu.

Þeim tilmælum hefur verið beint til fólks að gæta sérstaklega að hreinlæti, þvo sér oft og vel um hendur, hnerra og hósta í einnota þurrku eða olnbogabót og nota sótthreinsandi klúta eða efni. Þá hefur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að forðast handabönd og faðmlög. Almannavarnir hvetja fólk til að gæta vel að smitvörnum á þeim stöðum þar sem fólk kemur saman, s.s. aðgangi að vatni, sápu.

Alanó klúbburinn fylgist áfram með þróun mála hér á landi og kann að gefa út frekari upplýsingar breytist staðan.

sjá nánar á covid.is