Húsreglur Alanó klúbbsins

  1. Neysla og meðferð áfengis og annara vímuefna er með öllu óheimil í húsinu

  2. Taka skal eðlilegt tillit til annarra fundargesta sem sækja fundi og gæta þess að valda ekki truflun eða óþægindum

  3. Gestum hússins er skylt að ganga vel um sameiginlegt húsrými og lóð. Taka skal tillit til annarrar starfsemi í götunni og nágranna (m. a. að leggja ekki í merkt stæði, né við kantana í götunni, setja rusl og tyggjó í ruslafötur)

  4. Reykingar eru bannaðar við inngang hússins

  5. Alanó klúbburinn tekur ekki ábyrgð á börnum sem koma í húsið, þ.m.t. barnaherbergi. Börn eru alfarið á ábyrgð forráðamanna, og ber þeim að gæta þess að börn trufli ekki starfsemi hússins

  6. Öll sala sem tengist ekki starfsemi Alanó klúbbsins eða samstarfsaðila okkar er bönnuð í húsinu

  7. Alanó klúbburinn tekur ekki ábyrgð á neinum verðmætum sem skilin eru eftir í húsinu

  8. Ef nýjar deildir vilja hefja fundi í húsinu verða þær að hafa samand við rekstrarstjóra

  9. Öll dýr eru bönnuð í húsinu

  10. Þegar brunarvarnarkerfi fer í gang ber öllum að yfirgefa húsið tafarlaust